Almenn umsókn / General application
Umsóknarfrestur 04.03.2025
Við erum alltaf opin fyrir góðum umsóknum frá fólki sem hefur ríka þjónustulund, er jákvætt og heiðarlegt og hefur brennandi áhuga á hótelrekstri. Hjá okkur starfar stór og samheldin hópur einstaklinga með mismunandi reynslu, menntun og bakgrunn. Ef þú hefur áhuga á að verða hluti að teyminu okkar hjá Center Hotels og veita gestum okkar framúrskarandi þjónustu, endilega sendu inn almenna umsókn og við höfum samband við þig ef starf við hæfi losnar. Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 3 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega.